Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 14:10:17 (5599)

1996-05-03 14:10:17# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[14:10]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég skildi ekki alls kostar þetta andsvar. Það sem ég var að gera áðan var það að ég var að rekja það fyrirkomulag sem ég þekki frá Dalvík. Ég er ekki viss um að ég hafi vikið að Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði en hafi ég gert það ranglega þá finnst mér það slæmt. Ég hef ekki sett mig nákvæmlega inn í það hvernig hann er rekinn núna. Ég veit að rekstrarsniði hans hefur verið breytt frá því sem var en ég er nokkuð viss um að ég fór rétt með það sem sneri að þeim skóla sem ég fjallaði um.