Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 15:44:50 (5610)

1996-05-03 15:44:50# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, Frsm. 1. minni hluta LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[15:44]

Frsm. 1. minni hluta menntmn. (Lúðvík Bergvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hafi ég misskilið ræðu hv. þm. biðst ég innilega afsökunar. Ég er samt þeirrar skoðunar að nú um langt skeið hafi umræða um menntastefnu um of einkennst af umræðum um kjaramál kennara í stað þess að menn fari að snúa sér að því að ræða menntamál þjóðarinnar af einhverri alvöru. Ég vildi aðeins hnykkja á þessu og benda á að það er eðlilegt að taka þetta í réttri forgangsröð. Menntastefnan á að koma fyrst, síðan kjör kennara sem er líka eðlilegt að ræða í þessu samhengi. Vitaskuld eru kjör kennara hluti af menntastefnunni en menn verða að raða þessu upp í rétta forgangsröð. Það er það sem ég vildi hnykkja hér á.