Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 16:11:56 (5616)

1996-05-03 16:11:56# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[16:11]

Stefán Guðmundsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil ítreka að ég get verið hv. þm. sammála um það sem lýtur að byggingunum umfram norm. Það hefur ætíð verið svo að það hefur ekki lent á ríkinu þegar byggt hefur verið umfram norm. Ég veit ekki annað en að það hafi lent á viðkomandi sveitarfélögum alla tíð að greiða þá kostnaðarhlutdeild sem hefur verið umfram norm í byggingu. Mér finnst ekki óeðlilegt að svo sé. Það er því máli algerlega óviðkomandi sem við erum að tala um hér. Enda er tekið á því í 37. gr., ef ég man rétt, að 60% hluturinn er ríkisins, 40% hluturinn er sveitarfélaganna og það sem er umfram norm fellur á sveitarfélögin.