Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 17:27:57 (5626)

1996-05-03 17:27:57# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[17:27]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Hæstv. Ég ítreka þá síðustu spurninguna: Er ekki tækifæri til þess að færa starfsemi Sjómannaskólans út á land? Það eru reknar deildir á Dalvík, í Vestmannaeyjum og að ég held á Ísafirði. Er ekki rétt að efla þær deildir?

Víst er rétt að það á að standa við gerða samninga en það gildir um báða aðila, bæði vinnuveitendur og kennara. Í þessu tilviki er vinnuveitandinn ríkið og ég spurði hvort þessi kennsludagafjölgun rúmist innan fjárlagarammans fyrir árið 1996.