Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 17:28:44 (5627)

1996-05-03 17:28:44# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[17:28]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að svo sé. Ég tel að þetta hrófli ekki við kjarasamningum með þeim hætti að fjárlagaramminn 1996 riðlist.

Varðandi spurninguna um flutning sjómannanámsins frá Reykjavík þá er ég ekki tilbúinn til að lýsa yfir skoðun minni á því hér og nú hvort svo beri að gera. En eins og ég sagði er búið að fella úr gildi, ef þetta nær fram að ganga, lögin um Stýrimannaskólann. Það þýðir þó alls ekki að skólinn flytjist héðan úr Reykjavík.