Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 17:44:23 (5637)

1996-05-03 17:44:23# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[17:44]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek heils hugar undir með hæstv. ráðherra að auðvitað ber okkur að nýta fjármagn ríkisins með sem skynsamlegustum hætti. En því miður virðist ekki vera samstarf milli samgrn. og menntmrn. vegna þess að nú er verið að ræða um að flytja Slysavarnaskóla sjómanna jafnvel vestur á Snæfellsnes. Það er umhugsunarefni. Það er líka verið að tala um að kaupa nýtt skip fyrir Slysavarnaskóla sjómanna. Ég sagði hér áðan að skólinn þyrfti ekkert að vera á floti. Þess vegna tel ég að það sé varhugavert að setja aðrar menntastofnanir inn í Sjómannaskólann þegar sú staðreynd blasir við að það fer að vanta pláss. Slysavarnaskóli sjómanna þarf ekki að vera á floti. Við eigum eðlilega að staðsetja hann uppi í Sjómannaskóla. Við eigum að efla þann skóla frekar en gert hefur verið og fækka skólum úti á landi.