Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 17:45:35 (5638)

1996-05-03 17:45:35# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[17:45]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Mér hefur nú aldrei dottið í hug að Þroskaþjálfaskólinn yrði settur um borð í skip þannig að ég veit ekki hvernig þetta kemur inn í það sem ég var að tala um. Ef það er annar skóli, björgunarskóli eða slík skólastofnun, sem á að setja á laggirnar þá er eðlilegt að menn finni stað fyrir hana. Þroskaþjálfaskólinn hefur búið við þröngan kost í nágrenni Sjómannaskólans og verður hluti af uppeldisháskólanum sem sjómannaskólamenn og kennaraháskólamenn eru sammála um að það eigi að byggja upp á þessum reit. Þetta er mjög skynsamleg ráðstöfun í því ljósi. Hvað menn gera við Slysavarnaskólann, hvort hann á að vera á floti eða á Snæfellsnesi, finnst mér ákvörðunaratriði sem menn hljóta að velta fyrir sér en eigi ekki endilega að blanda inn í umræður okkar hér og nú.