
Sigríður Jóhannesdóttir:
Hæstv. forseti. Þetta frv. um framhaldsskóla sem hér er til meðferðar gerir ráð fyrir aukinni miðstýringu í framhaldsskólum, dregur úr möguleikum kennara og annars starfsfólks til að hafa áhrif á stefnumótun skólans og tryggir að okkar dómi ekki jafnrétti til náms. Þess vegna greiðum við í þingflokki Alþb. þessu frv. ekki atkvæði. En við munum styðja þær breytingartillögur sem til bóta horfa og áskiljum okkur rétt til að flytja breytingartillögur við frv. við 3. umr.