Framhaldsskólar

Mánudaginn 06. maí 1996, kl. 15:05:24 (5653)

1996-05-06 15:05:24# 120. lþ. 131.1 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur

[15:05]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Þetta frv. um framhaldsskóla sem hér er til meðferðar gerir ráð fyrir aukinni miðstýringu í framhaldsskólum, dregur úr möguleikum kennara og annars starfsfólks til að hafa áhrif á stefnumótun skólans og tryggir að okkar dómi ekki jafnrétti til náms. Þess vegna greiðum við í þingflokki Alþb. þessu frv. ekki atkvæði. En við munum styðja þær breytingartillögur sem til bóta horfa og áskiljum okkur rétt til að flytja breytingartillögur við frv. við 3. umr.