Framhaldsskólar

Mánudaginn 06. maí 1996, kl. 15:06:10 (5654)

1996-05-06 15:06:10# 120. lþ. 131.1 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur

[15:06]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vísa til nefndarálits 2. minni hluta menntmn. þar sem rakin eru fimm grundvallarsjónarmið sem rökstyðja það að þetta frv. endurspeglar menntastefnu sem ekki verðskuldar framgang. Við kvennalistakonur munum því sitja hjá við einstakar greinar frv. og greiða atkvæði gegn frv. í heild.