Mannanöfn

Mánudaginn 06. maí 1996, kl. 16:24:34 (5673)

1996-05-06 16:24:34# 120. lþ. 131.3 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur

[16:24]

Svavar Gestsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta mál snýst um það að þegar verið er að setja lög eins og mannanafnalög þá þurfa þau stjórnvöld, sem koma að málinu, að vera með í vinnunni og ef þeim finnst þau ekki vera með þá geta það verið full rök. Ég las tilvitnanir í bréf Hagstofunnar áðan og ég ætla að bæta annarri tilvitnun við, hæstv. forseti:

,,Þá má geta þess að margvísleg gögn eru fyrirliggjandi á Hagstofunni um notkun manna á lögunum frá 1991. Er miður hversu lítið frumvarpshöfundar hafa nýtt sér þau við samningu frv. og til athugana á mannanafnahegðun og mannanafnahefðum.``

Ég segi alveg eins og er, hæstv. forseti. Mér finnst þetta dálítið alvarleg ábending.