Mannanöfn

Mánudaginn 06. maí 1996, kl. 16:35:20 (5677)

1996-05-06 16:35:20# 120. lþ. 131.3 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur

[16:35]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef engin rök heyrt enn fyrir því að hafna þessari frómu ósk Íslenskrar málnefndar. Mér finnst það mjög sérkennilegt og talsvert umhugsunarefni að hér er verið að taka í gegn frv. um mannanöfn á móti málnefndinni og á móti Hagstofunni. Málið liggur þannig að þegar einn þingmaður og meira að segja í stjórnarandstöðu skrifar Hagstofunni bréf, þá koma svör en nefndin fékk aldrei nein svör að sögn hv. þm. Er það Hagstofunni að kenna? Getur ekki verið að það sé eitthvað að vinnubrögðum nefndanna í þessu máli? Ég held að það gæti vel hugsast, hæstv. forseti.