Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 07. maí 1996, kl. 15:17:44 (5734)

1996-05-07 15:17:44# 120. lþ. 132.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur

[15:17]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. formaður félmn. hefur kannski meiri áhrif á það en ég hvernig frv. um stéttarfélög og vinnudeilur er afgreitt og getur sjálfsagt komið í veg fyrir það að viðræðuáætlanir skipti þúsundum. En fyrir hvern eru lögin? spyr hv. þm. (SJS: Þau eru fyrir ríkisstjórnina.) Og fjallar um almannahag í því sambandi. Ég verð að segja fyrir mig að ég tel að það sé í þágu almannahagsmuna t.d. að afnema æviráðninguna eins og hún hefur verið. Ég tel líka að það sé í þágu almannahagsmuna að takmarka biðlaunaréttinn eins og gert er í þessu frv. og fyrir því er ég tilbúinn að bera ábyrgð gagnvart mínum kjósendum þegar þar að kemur.