Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 07. maí 1996, kl. 17:14:19 (5740)

1996-05-07 17:14:19# 120. lþ. 132.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur

[17:14]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er athyglisvert að heyra hv. þm. lýsa því yfir að ef hann fær til þess brautargengi vill hann afnema þessi lög. Ég reikna ekki með öðru en þess verði langt að bíða. En hann svaraði ekki spurningu minni: Ætlar hann þá að beita sér fyrir því að afnema þau viðbótarlaun sem menn munu semja um á einstaklingsbundnum grundvelli?