Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 07. maí 1996, kl. 17:15:12 (5741)

1996-05-07 17:15:12# 120. lþ. 132.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Frsm. minni hluta ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur

[17:15]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Ágúst Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. verður að skilja þá pólitík sem við leggjum upp með. Við teljum að þessi mál eigi að vinnast í samráði við stéttarfélög og þá einstaklinga sem málið varða, þar með talið viðbótarlaun. Við höfum beðið um reglur um viðbótarlaun en ekki fengið þær. Ég er næsta viss um að ef við komumst í þá stöðu að setja nýja löggjöf um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna munum við finna launamálunum betri farveg. Mér finnst satt að segja alveg með eindæmum þegar hv. þm. talar um líf í stéttarfélögum um næstu áramót. Mér finnst að menn séu að leika sér að eldinum, hugsanlega óafvitandi, ég veit það ekki. Ég hélt að hv. þm. og hæstv. fjmrh. væru ekki svo barnalegir í mati sínu en ég sé að líklega eru þeir það.