Löggæsla í Reykjavík

Miðvikudaginn 08. maí 1996, kl. 15:06:40 (5802)

1996-05-08 15:06:40# 120. lþ. 133.7 fundur 507. mál: #A löggæsla í Reykjavík# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi GHall (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur

[15:06]

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Hallvarðsson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Að gefnu tilefni vegna orða hæstv. dómsmrh. um að forsetar hefðu átt að leiðbeina mér um meðferð þessa máls, þá vildi ég bara leiðrétta hann í því að ég hafði ekkert orð á því að svör þyrftu að vera með öðrum hætti heldur en þau voru. Ég gerði mér alveg fulla grein fyrir því hvernig málið er fram lagt og var alveg fullmeðvitaður um það hvers væri að vænta í svarinu.

Það sem hins vegar vakti fyrir mér með því að óska ekki eftir skriflegu svari var að vekja athygli á því ófremdarástandi sem ríkir um helgar í Reykjavíkurborg og borgarbúar hafa verulegar áhyggjur af. Og ég vænti þess, hæstv. dómsmrh., að þessi umræða um þá fyrirspurn sem ég hef lagt fram megi verða til þess að á þessum málum verði enn frekar og fastar tekið. Það er skoðun mín og fjölmargra borgarbúa að á ýmsum löggæslumálum sé ekki nógu vel tekið. Menn hafa haft orð á því að ...

(Forseti (GÁS): Ég vil vekja athygli á því að þessi umræða heyrir ekki undir liðinn fundarstjórn forseta.)

Ég biðst afsökunar, herra forseti. Svo að ég snúi mér að máli málanna, þá var þessi málsmeðferð, sem hér hefur verið viðhöfð, að ósk minni en ekki með öðrum hætti eins og hér hefur komið fram, hæstv. dómsmrh.