Löggæsla í Reykjavík

Miðvikudaginn 08. maí 1996, kl. 15:08:07 (5803)

1996-05-08 15:08:07# 120. lþ. 133.7 fundur 507. mál: #A löggæsla í Reykjavík# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., MF (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur

[15:08]

Margrét Frímannsdóttir (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem kom fram hjá hæstv. ráðherra áðan því að ef við erum að leggja fram fyrirspurnir, þá hlýtur að vera ætlunin að það sé hægt að flytja þau svör sem gefin eru á þeim hraða að hv. þingmenn heyri þau, skilji þau og geti rætt þau. Þannig skila þau bestum árangri og umræðan hlýtur að vera til þess.