Hvalveiðar

Fimmtudaginn 09. maí 1996, kl. 12:36:11 (5844)

1996-05-09 12:36:11# 120. lþ. 134.91 fundur 295#B hvalveiðar# (umræður utan dagskrár), ÁE
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur

[12:36]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég er einn af þeim sem voru andvígir hvalveiðum hér áður fyrr. Ég hef breytt um skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að hefja hvalveiðar. Öll rök mæla með því frá sjónarmiðum sjálfbærrar þróunar. Ég bendi hins vegar á að það liggja fyrir hótanir Bandaríkjamanna um að ef Japanir hleypa innflutningi á hvalkjöti til Japans, þá munu þeir beita mjög harkalegum refsiaðgerðum. Japanir hafa lýst því yfir að það muni aldrei koma til greina að setja viðskipti við Bandaríkin í hættu vegna hvalkjötsinnflutnings. Þetta er aðalmálið í þessari umræðu því að veiðar án þess að opna Japansmarkað eru alveg gagnslausar.