Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

Fimmtudaginn 09. maí 1996, kl. 12:45:30 (5849)

1996-05-09 12:45:30# 120. lþ. 134.93 fundur 297#B fyrirkomulag utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur

[12:45]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Þessi ræða var kannski ekki beint um fundarstjórn forseta. Það var hins vegar ræða hv. 4. þm. Norðurl. e. Forseti vill af því tilefni segja að þetta var auðvitað venjuleg hálftíma umræða. Það var ekki samið fyrir fram um hverjir gætu komist á mælendaskrá og forseti reyndi að skipta þessum ræðutíma réttlátlega á milli flokkanna. Hann tók tillit til þess að bæði málshefjandi og hæstv. ráðherra voru úr sama flokki. Forseti tók tillit til þessa. (SJS:Með því að láta þrjá aðra sjálfstæðismenn tala.) Þegar forseti bætti við á mælendaskrána þá tók hann tillit til þess hvernig fulltrúar flokkanna höfðu nýtt ræðutíma sinn. (Gripið fram í.) Þetta reyndi forseti að gera eftir bestu getu. Það er svo aftur annað mál, þegar rædd eru mál sem þetta þar sem fleiri vilja taka þátt í heldur en rúmast innan marka þingskapa, að þá þarf að ákveða það áður hvort samið skuli um lengri ræðutíma. Það var ekki gert í þessu tilviki.

Þessari utandagskrárumræðu og umræðu um fundarstjórn forseta er þá lokið.