Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 10. maí 1996, kl. 12:32:16 (5874)

1996-05-10 12:32:16# 120. lþ. 135.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur

[12:32]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Nú er mér svolítið brugðið. Nú bregst hæstv. ráðherra öðruvísi við en áðan þegar hann var svo lipur að hlaupa yfir í næsta herbergi til þess að sækja eitt af þeim skjölum sem mér var vant í þessum ræðustóli. Þá var hæstv. ráðherra ljúfur og lipur. En nú rýkur hann upp. Ég skil þetta ekki almennilega. Hvað sagði ég sem var svona óskaplega slæmt og kom svona illa við kvikuna hjá hæstv. ráðherra? Ég kannast ekki við að ég hafi verið að flytja sömu ræðu og aðrir hér. Ég undirbjó mig sjálf. (Gripið fram í.) Ég tók fjóra tíma í að skoða öll þessi plögg og ég undirbjó mig sjálf og tók sjálfstæða afstöðu til þessa frv. Ég var ekki að herma eftir öðrum hérna. Ég hlýt að hafa rétt til þess að taka sjálfstæða afstöðu til þessa frv. og láta heyra hvað mér finnst. (Gripið fram í: Það eru svo margir á sömu skoðun.) Það getur verið að margir séu á sömu skoðun en við segjum það hvert með sínum orðum og mér heyrist að hæstv. ráðherra hafi ekki fyllilega áttað sig á því sem við erum að segja. Við erum alltaf að segja þetta og það virðist þurfa að segja það aftur og aftur og aftur. Það þarf líka að segja þetta til að það komist út í þjóðfélagið hvað er verið að gera hérna því það er verið einhliða að taka réttindi af fólki án þess að ætlunin sé að bæta það, án þess að fólk hafi tækifæri til þess að ræða um það í tvíhliða viðræðum. (Fjmrh..: Hvaða réttindi?) Það er það sem við höfum gagnrýnt. Hvaða réttindi? Hæstv. fjmrh. taldi upp öll þessi réttndi í andsvari sínu áðan. Hann taldi þau öll upp. Það eru þau réttindi sem við erum að tala um. Það eru þau réttindi sem ég talaði um hér ... (Gripið fram í.) (ÖJ: Er kannski ekki verið að gera neitt?) (Gripið fram í: Skiptir það einhverju máli?)