Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 10. maí 1996, kl. 18:46:02 (5908)

1996-05-10 18:46:02# 120. lþ. 135.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur

[18:46]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hlý orð í minn garð og vandamanna frá hæstv. fjmrh. og ég vildi svo gjarnan eiga orðastað við hann um umhverfismálin og það sem þau varðar. Það eru bindandi reglur sem þarna skipta máli og þær eru njörvaðar innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þar sem vöruframleiðslan og frjáls vörudreifing hafa forgang og umhverfið er á þriðja farrými. Það er veruleikinn.

En aðeins af því að ég tók ekki á því áðan að því er varðar fyrra andsvar hæstv. ráðherra. Fæðingarorlofið, sem hæstv. ráðherra sagði að féll undir reglugerð, á að binda að lögum. Þau lög eru ekki fullmótuð en ég vék að því að hjá heilbrrh. væri frv. í gangi þar að lútandi. Það virðist sem þarna sé stefnt í jöfnun niður á við og það sé ekki nema tiltekið fjármagn sem er ætlað til þess, samanber umsögn Félags hjúkrunarfræðinga um frv.

Það alveg ljóst að hæstv. ráðherra hefur ekki gert upp hug sinn varðandi framgangskerfið. Hann talar um axarskaft að þessu leyti.