Tóbaksverð í vísitölu

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 15:48:21 (5945)

1996-05-13 15:48:21# 120. lþ. 136.1 fundur 307#B tóbaksverð í vísitölu# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[15:48]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):

Virðulegi forseti. Ég get bara ekki svarað því. Ég hugsa að það sé tæknilega hugsanlegt að gera þetta en þar með mundu t.d. skuldabréf, sem eru miðuð við þessa sömu vísitölu, breytast í verði og eitt er alveg ljóst að jafnvel þótt íslenskir lánardrottnar eða íslenskir skuldunautar mundu sætta sig við að ríkisstjórnin breytti málinu með þessum hætti er ég sannfærður um það að engin önnur þjóð, sem við erum að reyna að koma spariskírteinum inn á, mundi nokkurn tíma eiga viðskipti við aðila sem upp á sitt einsdæmi mundi breyta mælikvarðanum með þessum hætti. En ég held að það sé hægt kannski að segja það að þetta sé tæknilega hægt en þetta er efnahagslega algerlega útilokað.