Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 17:29:55 (5950)

1996-05-13 17:29:55# 120. lþ. 136.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[17:29]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mótmæli aftur því sem fjmrh. segir og ég vil ítreka enn eina spurningu. Mér er fyllilega kunnugt um að sum af þessum bréfum hafa verið lesin áður, t.d. bréfið frá konum við Háskóla Íslands en mér fannst það svo mikilvægt að það væri alveg ástæða til þess að lesa það upp aftur, ekki síst vegna þeirrar meginspurningar sem það kallar á að mínu mati og ég spurði þig um, þ.e. hvað varðar stjórnkerfi Háskóla Íslands. Megum við búast við því að við endurskoðun laganna um Háskóla Íslands í sumar verði það tekið til gagngerðrar endurskoðunar? Munt þú beita þér fyrir því eða ert þú hlynntur því að háskólinn verði ... (Gripið fram í: Hæstv. ráðherra.) hæstv. ráðherra --- fyrirgefðu hæstv. ráðherra --- ertu hlynntur því að stjórnkerfið verði óbreytt og að fámennur hópur starfsmanna háskólans, þ.e. prófessorarnir sitji þar einir og drottni?

(Forseti (RA): Eins og oft hefur komið fram er ekki ætlast til þess að 2. persónu fornöfn séu notuð í þessari umræðu og minni ég á það enn og aftur.)