Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 21:09:12 (5957)

1996-05-13 21:09:12# 120. lþ. 136.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[21:09]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Í einn og hálfan tíma talaði ég um það hversu gersamlega galið þetta frv. væri. Hér kemur síðan hv. þm. Pétur Blöndal og heldur því fram að ég sé mjög sáttur við frv. eftir að hafa hlustað á mig í einn og hálfan tíma.

Virðulegi forseti. Það er ekki mitt að sjá um andlega sálarheill sjálfstæðismanna.