Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 23:13:05 (5977)

1996-05-13 23:13:05# 120. lþ. 136.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[23:13]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég efast um að hv. þm. geti fengið marga löglærða menn til að ganga í lið með sér í þessari gagnrýni. Ég efast t.d. um að hv. þm. gæti fengið hinn vaska löglærða alþingismann Lúðvík Bergvinsson til að taka undir með sér í þessu máli jafnvel þótt hann taki ýmislegt að sér í þessum ræðustól.