Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 15:03:51 (5983)

1996-05-14 15:03:51# 120. lþ. 137.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[15:03]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra hefur boðað frá árinu 1992 í fjármálaráðherratíð sinni að það beri að auka sjálfstæði og sjálfsforræði stofnana og m.a. gera stjórnendum stofnana kleift að gera launasamninga eða kjarasamninga við starfsmenn sína þó að þeir séu á grundvelli félagslegra samninga sem gerðir hafa verið. Það er svigrúm innan gildandi laga til þess að auka þetta sjálfstæði. Það er svigrúm til þess og það veit hæstv. ráðherra og hefði getað framfylgt þessari stefnu sinni frá því að hann boðaði hana 1992--1993.