Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 16:14:33 (5991)

1996-05-14 16:14:33# 120. lþ. 137.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[16:14]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. því ég fagna afskaplega mikið að sjá svona marga framsóknarmenn í salnum. Mér þykir alltaf gaman að sjá sem flesta samstarfsmenn mína í ríkisstjórn. Ég vil bæta því við að þegar við áttum samleið í síðustu ríkisstjórn, ég og hv. þm. Össur Skarphéðinsson, þá fannst mér alltaf fögnuður að því að sjá hann. Hann sést nú vel eins og allir vita og það er mikið af honum (ÖS: Fer minnkandi, viðurkenndu það.) þótt hann í allri sinni hógværð að reyna að draga úr því eins og hann kallar hér fram í.

En ég vil segja honum að í nefndinni sem hefur unnið að þessu máli hefur skýrt komið í ljós að það er full samstaða milli þessara tveggja flokka sem nú fara með stjórn landsins. Það kemur fram í nefndaráliti og ég á ekki von á öðru en að það samstarf eigi eftir að haldast í þessu máli sem og öðrum góðum málum.