Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 16:35:36 (6000)

1996-05-14 16:35:36# 120. lþ. 137.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[16:35]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er aðeins eitt sem þarf að koma fram. Ég breyti ekki skoðunum hv. þm., enda engin ástæða til þess að ætlast til þess að svo mikill sé máttur minn. En ég vil láta það koma mjög skýrt fram og það er nauðsynlegt að hæstv. forsrh. lét þessi orð falla um áunnin lífeyrisréttindi að ákveðnu gefnu tilefni.