Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 16:46:59 (6005)

1996-05-14 16:46:59# 120. lþ. 137.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[16:46]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, það ber ekki að skilja orð mín þannig. Vonandi kemur svar við fsp. hv. þm. en það hefur nokkuð tafið svarið að það þarf að senda þetta út til margra stofnana og safna síðan svörunum saman til þess að hægt sé að gefa heildarmynd af þessu. Ég er að reyna að segja að í gildandi lögum er orðalagið hvað snertir hlutastörf sem kannski má ekki segja að falli undir sveigjanlegan vinnutíma sérstaklega en þó breytilegan vinnutíma getum við kallað. Þar er sagt að það gildi fyrir konur sem veiti heimilum forstöðu og í fæðingarorlofsgreininni er jafnframt notað hugtakið konur. Í þessu frv. er þessum hugtökum breytt í starfsmenn. Vegna hvers? Vegna þess að við teljum að það þjóni betur tilgangi sínum í dag að nota hugtakið starfsmenn og geti leitt til frekari og rýmri breytinga á grundvelli þessara laga. Það er fyrst og fremst það sem ég var að reyna að koma að í andsvari mínu áðan.