Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 17:59:28 (6023)

1996-05-14 17:59:28# 120. lþ. 137.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[17:59]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil að hér sé enginn misskilningur á ferð. Mér fannst hv. þm. Svavar Gestsson tala eins og hann vildi láta misskilja það sem hann var að tala um. Ég tel eðlilegt að sú nefnd sem er að störfum og er að vinna fyrir stjórnarflokkana að undirbúningi þessa máls, geri iðnaðarnefnd grein fyrir því hvernig verkinu miðar áfram. Það var það sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir var að ganga eftir en ekki að mál þau sem Alþb. hefur lagt fram hér á þingi og eru til meðferðar í iðnn. yrðu afgreidd frá nefndinni og á því er mikill munur.