Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 23:13:14 (6058)

1996-05-14 23:13:14# 120. lþ. 137.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[23:13]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. telur með réttu að það séu til fleiri úrræði sem hafa verið reynd með góðum árangri sem betur fer og því er engin ástæða til þess að vera að teygja þessa umræðu mikið meira. Það er bara einfaldlega verið að tala hér um fleiri úrræði, úrræði sem hafa líka reynst mjög góð og hafa leyst vanda fjölda fólks. Það hafa ekki komið upp nein vandamál sem vitað er um hjá því fólki sem hefur notað þessar aðferðir. Ég lít á það sem réttindi foreldra að geta átt barn. Það eru mikil mannréttindi í mínum huga að geta átt barn og þetta er ein aðferðin til þess sem er viðurkennd um allan heim. Við vitum um annmarkana með þessari aðferð varðandi nöfn líffræðilega foreldra. En við sjáum fyrir endann á því vandamáli og meðan svo er þá verðum við að viðhafa þær viðurkenndu aðferðir sem eru nú notaðar og viðurkenna rétt parsins sem er þarna í fyrsta sæti. En við vitum að þetta verður aldrei fullkomið fyrr en við erum búin að opna þetta svið, að allir viti af því sem gerst hefur.