Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:09:39 (6072)

1996-05-15 14:09:39# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:09]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Ég vil mæla gegn frávísunartillögunni. Þetta frv. er vel samið, málið er viðamikið. Frv. hefur fengið ítarlega umfjöllun í þingnefndinni. Frv. hefur fengið óvenjuítarlega umræðu á hinu háa Alþingi. Það hefur verið reynt að gera ýmis atriði í frv. tortryggileg og hræða fólk en að þessu frv. samþykktu mun koma í ljós að ekki eru skert nein réttindi sem samið hefur verið um í kjarasamningum. Þar sem réttindi eru takmörkuð í frv. er verið að gera sjálfsagða hluti. Ég segi því nei við þessari frávísunartillögu.