Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:16:19 (6077)

1996-05-15 14:16:19# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:16]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Ein meginrök hæstv. fjmrh. og talsmanna hæstv. ríkisstjórnar til stuðnings þessu frv. hafa verið þau að það sé til þess að koma í staðinn fyrir úrelta löggjöf og það sé sett fram í anda nútímalegrar stjórnunarstefnu. Nútímaleg stjórnunarstefna byggir á þeim grundvallarhugmyndum að draga úr miðstjórnarvaldi og boðvaldi og leita eftir því að setja samskipti vinnuveitenda og starfsmanna í farveg samráðs og samvinnu. Sú málsmeðferð, sem hæstv. ríkisstjórn beitir í þessu máli, þverbrýtur þessa grundvallarreglu og þegar af þeirri ástæðu er ástæða til þess í atkvæðagreiðslu um 1. gr. frv. að hafna því og vísa því til ríkisstjórnarinnar. Ég segi nei, herra forseti.