Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:28:07 (6082)

1996-05-15 14:28:07# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:28]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Með þessu ákvæði er horfið frá félagslegum samningum hjá hinu opinbera og tekið upp fyrirkomulag einstaklingsbundinna samninga á forsendum forstjóranna. Ég bið menn um að taka rækilega eftir því hvernig menn greiða atkvæði um þetta ákvæði vegna þess að hér erum við að tala um grundvallaratriði. Alls staðar þar sem farið hefur verið inn á þessa braut hefur það leitt til aukins launamisréttis, til aukins launamunar á milli hárra og lágra, aukins launamisréttis á milli karla og kvenna og ég vek athygli á því að í umræðum hér hafa hæstv. fjmrh. og hv. formaður efh.- og viðskn. aldrei rætt málefnalega um þetta ákvæði. Þeir segjast ætla að tryggja jafnrétti með reglum. Þeir hafa aldrei komið fram með upplýsingar um hverjar þær reglur skulu vera. Þetta ákvæði er ávísun á aukið launamisrétti. Ég segi nei.