Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:40:40 (6090)

1996-05-15 14:40:40# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:40]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Með þessu ákvæði er veikindaréttur og réttur til fæðingarorlofs settur í fullkomið uppnám sérstaklega í ljósi yfirlýsinga einstakra hæstv. ráðherra ríkisstjórnarinnar sem gefa fullt tilefni til að ætla að skerða eigi þessi réttindi. Yfirlýsingar hafa komið frá ráðherrum í ríkisstjórn um að til standi að skerða þessi réttindi. Þess vegna segi ég nei.