Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:44:14 (6092)

1996-05-15 14:44:14# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:44]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Í þessari grein er verið að skylda starfsmenn til að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þetta er dæmi um ákvæði sem á ekki að vera í nútímalöggjöf um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þetta gildir ekki á almennum markaði sem ríkisstjórnin ber sig saman við þegar henni hentar. Ég mótmæli þessu ákvæði sem er úrelt. Ég segi nei.