Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:46:14 (6093)

1996-05-15 14:46:14# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:46]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Samkvæmt þessari lagagrein er ríkisstarfsmönnum gert að tilkynna um launuð störf önnur en þau sem þeir gegna í þjónustu ríkisins. Ef þeir eiga sæti í stjórnum atvinnufyrirtækja eða stofna til atvinnurekstrar ber þeim að greina stjórnvaldi frá slíku. Mér finnst ástæða til að vekja athygli á því í þessum sal að einn hópur opinberra starfsmanna, ef svo má að orði komast, er undanþeginn þessu ákvæði og sá hópur situr í þessum sal og það eru alþingismenn. Ég vil beina því til hv. formanns efh.- og viðskn. hvort sú nefnd kanni ekki sérstaklega hvort ástæða sé til að setja sérstakar reglur um alþingismenn hvað þetta snertir þannig að þeir hlutir séu allir uppi á borðinu.