Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:47:37 (6094)

1996-05-15 14:47:37# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:47]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Ég lýsi því yfir að ég greiði að sjálfsögðu atkvæði með þessari grein. Hér er um sjálfsagt ákvæði að ræða og ekki síst fyrir viðkomandi starfsmann þannig að það sé fljótt og vel hægt að leysa úr því hvort það starf sem hann hefur með höndum auk aðalstarfs síns samræmist því sem hann er að gera fyrir ríkið.

Varðandi það sem hv. þm. fjallaði um um alþingismenn vek ég athygli á því að hv. kjósendur vissu það mjög vel og hann fór ekkert í launkofa með það að hann væri formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og þeir kusu hann þrátt fyrir það og ég treysti honum mjög vel í hvort tveggja.