Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:48:36 (6095)

1996-05-15 14:48:36# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, samgrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:48]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Þetta ákvæði er nánast óbreytt frá gildandi lögum og auðvitað er ekki nema eðlilegt á vinnustað ef menn taka að sér aukastörf annað en um það sé vitað. Þar sem ég hef unnið, hvort sem það hefur verið sem alþingismaður eða t.d. blaðamaður eða kennari, þá hefur stundum verið reynt að taka tillit til þess.

Hitt féll mér ekki hvernig hv. þm. Ögmundur Jónasson talaði til annarra þingmanna og gerði það í einhverjum sérstökum tón eins og hann væri að færa sig upp á einhvern sérstakan sess ofar okkur hinum, ugglaust vegna þess að menn eru að hlusta á sölum uppi og kann ég ekki við slíkan málflutning. Ég segi já.