Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:52:16 (6097)

1996-05-15 14:52:16# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:52]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Það er eitt af grundvallarverkefnum hvers stjórnanda að meta það hvort starfsmenn hans eru að ná fullnægjandi árangri í starfi eða ekki. Þess vegna er afar undarlegt að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon skuli láta þetta ákvæði fara svo mikið fyrir brjóstið á sér sem hann gerir.

Það liggur líka fyrir að það er ekki hægt að segja starfsmanni upp vegna þess að hann hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi án þess að forstöðumaður veiti honum skriflega áminningu og það sé farið yfir það hvort hægt sé að bæta þar úr. Þetta er grundvallaratriði í því að ná góðri stjórnun í ríkisstofnunum. Ef þetta er versta málið í frv. að mati hv. þm., þá staðfestir það enn þá einu sinni að málið er harla gott.