Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:55:06 (6098)

1996-05-15 14:55:06# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:55]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér er að finna í frv. einhvern skringilegasta umbúnað um störf manna á vegum ríkisins sem um getur í þessu frv. Hér er flokkunin í embættismenn og óbreytta uppi og í greinargerð með frv. er sagt: ,,Hugtakið ,,embættismaður`` er fyrst og fremst notað í frv. vegna þess að það kemur fyrir í 20. gr. stjórnarskrárinnar, auk þess sem stefnt er að því að embættismenn teljist þeir einir sem fást við æðstu stjórn ríkisins og sinna öryggisgæslu.`` Það er farinn að stækka þessi bekkur samkvæmt 22. gr. sem hér er verið að greiða atkvæði um og það eru orðnir ótrúlegustu aðilar sem eru að smeygja sér upp í þennan bekk allt frá mönnum sem sinna geistlegum störfum yfir í prófessora uppi á Melum við Háskóla Íslands sem hafa sent sérstaka bænaskrá til nefndarinnar um það að verða teknir með á bekkinn, þeir sem nú gegna störfum.

Virðulegur forseti. Það er ekki að undra þótt meiri hlutinn kalli nú brtt. til baka og við skulum vona að það verði einhver annar umbúnaður sem kemur þegar málið kemur til atkvæða. Ég segi nei við greininni.