Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:01:34 (6101)

1996-05-15 15:01:34# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:01]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Í þessari grein er því lýst hvernig við skuli bregðast ef embættismaður hefur verið frá störfum vegna sjúkdóma eða slysa og skal þá veita honum lausn frá störfum. Í 2. mgr. sömu greinar er því hins vegar lýst að ef um er að ræða langtímaveikindi er heimilt að veita honum lausn frá störfum. Hér er í raun spurningin um það hversu mannúðleg sjónarmið eiga að ráða eða ekki að ráða út frá sjónarmiði vinnuveitenda. Ég felli mig ekki við þetta orðalag um skyldu í slíkum tilvikum vegna þess að hér getur verið um mjög svo viðkvæm, persónubundin, einstaklingsbundin tilvik. Þarna hefði átt að vera heimildarákvæði. Þess vegna get ég ekki annað en lýst andstöðu minni við þessa grein.