Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:02:30 (6102)

1996-05-15 15:02:30# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:02]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með þessu ákvæði er verið að lögfesta að reka megi opinbera starfsmenn úr vinnu vegna heilsubrests. Þetta er eitt af ljótustu ákvæðum frv. og eitt af mörgum dæmum á þessu fyrsta starfsári ríkisstjórnarinnar um hvernig stjórnarflokkarnir eru sífellt að skerða kjör og aðbúnað sjúkra í þjóðfélaginu. Ég segi nei.