Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:33:10 (6116)

1996-05-15 15:33:10# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:33]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Það hefur lengi verið viðurkennd meginregla í íslenskum stjórnsýslurétti að hægt sé að fá endurskoðaða ákvörðun lægra setts stjórnvalds hjá æðra settu stjórnvaldi. Rökin eru þau að kæruleiðin er ódýr, skilvirk og síðast en ekki síst tryggir hún réttaröryggi borgaranna. Það að ríkisstjórnin hafi ákveðið að brjóta þessa meginreglu stjórnsýsluréttar á bak aftur með frv. segir meira en mörg orð um þá hugmyndafræði sem býr að baki frv. Því segi ég nei.