Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:38:36 (6119)

1996-05-15 15:38:36# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:38]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Í 40. gr. þessa frv. segir að embættismönnum sé óheimilt að efna til, stuðla að eða taka þátt í verkfalli eða öðrum sambærilegum aðgerðum. Hér voru færð rök fyrir því áðan að verið væri að skerða málfrelsi manna. Í þeirri grein sem hér er verið að greiða atkvæði um er vísað til þessarar lagagreinar og segir að það varði fésektum nema mælt sé fyrir um þyngri refsingu í öðrum lögum að brjóta 40. gr. laganna. Það hefur verið fjölgað í þeim hópi sem þetta ákvæði tekur til. Ég tel þetta vera mannréttindabrot og það er umhugsunarefni að ríkisstjórn sem segist vera að nútímavæða skuli vera að herða refsingar, fésektir og hóta fólki þyngri refsingu sem segir hug sinn um kjaramál. Það er alvarlegt umhugsunarefni fyrir Alþingi Íslendinga. Ég segi nei.