Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:45:03 (6120)

1996-05-15 15:45:03# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:45]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Þetta þingmál sem hér er lagt til að verði vísað til 3. umr. ætti með réttu að vera umræðugrundvöllur um breytingar á réttindum og skyldum starfsmanna ríkisins en ekki einhliða breytingar á kjörum þeirra. Þetta eru hugmyndir sem hæstv. fjmrh. og menn hans áttu að fara með til starfsmanna ríkisins og óska eftir alvöruviðræðum um endurskoðun laganna á jafnréttisgrundvelli eins og kveðið er á um í 36. gr. núgildandi laga. Ég er andvíg einhliða breytingum á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og greiði atkvæði gegn því að vísa þessu þingmáli til frekari meðferðar þingsins. Ég segi nei.