Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:49:42 (6123)

1996-05-15 15:49:42# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:49]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Ég sé ekki að neitt þurfi að stoppa málið á þessu stigi og segi því já við því að málið haldi áfram milli umræðna. Málið fer aftur í efh.- og viðskn. milli umræðna og þá getur hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hlýtt á málefnaleg innlegg af hálfu framsóknarfulltrúanna þar eins og þeir hafa starfað hingað til og tekið góðan þátt í umræðum og lagt þar margt gott til málanna eins og hv. þm. veit. Ég tel að það séu ákveðin hyggindi af hálfu framsóknarmanna að taka ekki þátt í málþófi við hv. þm. Steingrím J. Sigfússon.