Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:55:41 (6128)

1996-05-15 15:55:41# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:55]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Í umræðum um frv. um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins lýsti ég andstöðu við vinnubrögð Sjálfstfl. og Framsfl. og ég krafðist þess að málinu yrði vísað frá eða til föðurhúsanna. Ríkisstjórnin, hæstv. forsrh., á að fara samningaleið í málinu en ekki beita valdi. Stjórnvöld, hæstv. fjmrh., ættu að vera í góðu samstarfi við starfsmenn ríkisins um á hvern hátt megi gera þessi lög úr garði á ásættanlegan máta í stað þess að efna til ófriðar og beita ofbeldi. Ég hafna því að málið fari til 3. umr., herra forseti, og segi nei.