Tæknifrjóvgun

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 16:23:23 (6133)

1996-05-15 16:23:23# 120. lþ. 138.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[16:23]

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Sú breytingartillaga sem hér eru greidd atkvæði um felur það í sér að verði hún samþykkt, þá er notkun gjafakynfrumna bundin því skilyrði að tryggt sé að barn geti við 18 ára aldur fengið aðgang að upplýsingum um erfðafræðilegt foreldri sitt. Þessi stefna sem í tillögunni felst er studd umsögnum frá mörgum aðilum sem veittu umsögn til allshn. Ég nefni Siðfræðistofnun háskólans, Barnaverndarráð Íslands, umboðsmann barna, Mannréttinaskrifstofu Íslands, landlæknisembættið og siðaráð landlæknis, Kvenréttindafélag Íslands. Að öðru leyti er ráðherra ætlað að setja reglur er varða gjafakynfrumur.