Tæknifrjóvgun

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 16:24:26 (6134)

1996-05-15 16:24:26# 120. lþ. 138.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[16:24]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Eins og áður hefur komið fram byggjast sumar þessara umsagna á misskilningi. En mergurinn málsins er sá að verði þessi tillaga hv. þm. og meðflutningsmanna hans samþykkt, þá mun tæknifrjóvgun því sem næst leggjast niður á Íslandi og fjölmargar fjölskyldur sem bíða eftir úrlausn sinna mála munu bíða án árangurs. Ég tel það stórt og mikilvægt atriði í þessu máli og ráðandi um mína afstöðu. Ég segi nei.