Tæknifrjóvgun

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 16:25:25 (6135)

1996-05-15 16:25:25# 120. lþ. 138.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[16:25]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég tel að breytingartillaga allshn. eins og hún liggur hér fyrir sé til bóta. Þar er þó gert ráð fyrir að innan tveggja ára verði farið yfir þetta efni og unnið að endurskoðun laganna. Við skulum vona að það færi þetta mál til þeirrar áttar sem eðlilegt væri. Ég mun því styðja þessa breytingartillögu en sitja hjá við afgreiðslu frv. í heild því að ég get ekki ljáð því stuðning minn eða borið ábyrgð á því eins og það er hér frágengið.